Ein kunnasta ungsinfóníuhljómsveit í heimi, New England Conservatory Youth Philharmonic Orchestra, heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu í dag, sunnudag, klukkan 17. Ókeypis er inn á tónleikana og allir eru velkomnir en sækja þarf miða í gegnum Harpa.is eða í miðasölu hússins. Í sveitinni eru 90 framúrskarandi tónlistarnemar á aldrinum 14-18 ára.
„Margir af meðlimum sveitarinnar hafa síðar orðið með virtasta tónlistarfólki heims, en á hverju ári sækja um 1.000 manns um stöðu í hljómsveitinni og því aðeins þeir bestu sem komast inn,“ segir Valdimar Hilmarsson sem aðstoðar hljómsveitina á Íslandi.
The post Ungir snillingar með ókeypis tónleika í dag appeared first on FRÉTTATÍMINN.