Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Iceland Airwaves: Missti af fyrstu hátíðinni

$
0
0

Andri Freyr Viðarsson útvarpsmaður

 

„Ég hef farið ansi oft, en þó ekki alltaf þar sem ég bjó erlendis í 3 ár og svo var ég fastur á spítala í eitt skiptið. Missti reyndar líka af fyrstu, man ekki hvað í andskotanum ég var að gera þá. Tónleikar Sparta voru geggjaðir árið 2002 þrátt fyrir að vera nýbúnir að gefa út hálf glataða plötu, Flaming Lips voru dásamlegir í fyrra, en það sem situr mest í mér eftir allar þessar hátíðir eru sennilega tónleikar The Rapture sem voru líka árið 2002. Alger tryllingur þar sem íslenskir tónlistarmenn sáu hvernig ætti í raun og veru að gera þetta. Ég er orðinn svo gamall og útúrþveginn indie bolur að ég er lang spenntastur fyrir Mercury Rev, Ariel Pink og Beach House, af erlendu böndunum. Rjóminn af íslenskum sveitum er að sjálfsögðu á hátíðinni og þar mun ég fyrst og fremst reyna að sjá Pink Street Boys, Muck, Grísalappalísu og Börn.“

The post Iceland Airwaves: Missti af fyrstu hátíðinni appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652