Mangó er ættað frá Indlandi eða Malasíu og hefur verið ræktað þar í árþúsundir. Mangó er ríkt af C-vítamíni sem er þýðingarmikið fyrir ónæmiskerfi líkamans og verndar hann gegn ýmsum veirum og bakteríum. Mangó er tilvalið í alls konar þeytinga og það er einstaklega gott að blanda saman mangó og goji berjum, en talið er að goji ber gefi mikla orku og dragi úr þreytueinkennum. Hér má finna uppskrift að einum dásamlega mjúkum og meinhollum þeytingi.
Mangóþeytingur með goji berja-tvisti:
Handfylli af mangó, frosnu eða fersku
1 dl kókos eða mangó jógúrt (einnig hægt að nota kókosvatn ef þú vilt forðast mjólkurvörur)
Hálfur banani
2 dl goji safi
1 msk goji ber
1 msk kókosflögur (má sleppa)
Engifer eftir smekk
Allt sett saman í blandara eða hrært saman með töfrasprota.
The post Mjúkur mangóþeytingur appeared first on FRÉTTATÍMINN.