Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Brotthvarf gráðaostsins leggst illa í fagurkera

$
0
0

„Þetta var því miður óhjákvæmileg ákvörðun. Ástæðan var einfaldlega sú að það seldist ekki nógu mikið af gráðaostinum,“ segir Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri Dominos á Íslandi.
Dominos hefur tekið gráðaost af matseðlinum á veitingastöðum sínum – aðdáendum ostsins til mikillar armæðu.

Hrafn Jónsson.
Hrafn Jónsson.

Einn þeirra er Hrafn Jónsson kvikmyndagerðarmaður, pistlahöfundur á Kjarnanum og annálaður fagurkeri: „Það er algjörlega galið að [Dominos] sé búið að taka gráðaost af matseðlinum. Hvað gengur ykkur til? Er þetta ekki siðmenntað samfélag?“ spyr hann fyrirtækið á Twitter. Ekki náðist í Hrafn í gær vegna málsins.

Anna Fríða segir að Dominos hafi fengið slæm viðbrögð frá nokkrum viðskiptavinum, enda séu unnendur gráðaostsins fastir í trúnni og vilji sitt.

„Það er leiðinlegt ef einhver saknar gráðaostsins en þetta er því miður staðan í dag. Við erum opin fyrir því að taka hann inn aftur ef margir óska þess.“

 

The post Brotthvarf gráðaostsins leggst illa í fagurkera appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652