Sykraðir drykkir eru afar vinsælir á Íslandi og eru grunn orsakavaldur mikillar sykurneyslu íslendinga að því að talið er. En það er líka sykur í vörum sem okkur finnst ekki vera sætar og að ekki ætti að vera sykur í eins og morgunkorni og pastasósum. Þess vegna er mikilvægt er að kynna sér vel innihald þess sem borðað er dags daglega og forðast þær vörur sem innihalda mikinn sykur. Besta ráðið er að nota sykur sparlega, nota sætindi og sætabrauð eingöngu spari eða á hátíðis og tyllidögum og lesa innihaldslýsingu matvæla. Annað sem hægt er að gera er:
- Hætta alfarið að kaupa sætindi og sætabrauð. Ef það er ekki til þá freistar það ekki eins mikið.
- Velja hollan og próteinríkan mat og ávexti, grænmeti og gróft korn í máltíðir og millibita
- Drekka vatn og sleppa sykruðum drykkjum. Íslenska vatnið er með því besta í heimi og alveg óþarft að bragðbæta það.
- Draga úr neyslu á unninni matvöru. Slíkar vörur innihalda gjarnan ekki bara viðbættan sykur heldur líka of mikið af fitu og salti.
- Hægt er að finna uppskriftir sem innihalda lítinn sykur þegar verið er að baka eða nota aðra hluti í stað sykurs svo sem ósykrað eplamauk.
- Eins er hægt að prófa að minnka sykurmagnið í uppáhalds uppskriftum og sjá hvort það breyti miklu.
- Ekki setja sykur á morgunkornið. Hægt er að nota niðurbrytjaða ferska ávexti í staðinn.
- Velja sykurlausar sultur.
- Sleppa sykri í te og kaffi eða reyna að minnka magnið.
Heimild: doktor.is
The post Hvernig er best að forðast sykur í mat? appeared first on Fréttatíminn.