Paris Hilton var leikin grátt í egypska raunveruleikaþættinum Ramez Wakel el-Gaw þar sem hún var látin halda að flugvélin sem hún var í væri að hrapa. Í myndbandi úr þættinum sést hvernig hún er sannfærð um að fara í útsýnisflug yfir Dubai en það sem hún veit ekki er að allir hinir farþegarnir eru leikarar og með í þættinum. Þegar flugmaðurinn fer svo að leika ýmsar kúnstir láta leikararnir eins og vélin sé að hrapa og það gengur meira að segja svo langt að einn farþeganna stekkur út úr flugvélinni, reyndar í fallhlíf. Paris öskrar úr sér lungun meðan á látunum stendur og er ekki mikið rónni þegar vélinni er lent heilu og höldnu og stjórnandi þáttarins, Ramez Galal, segir henni að þetta hafi bara verið grín. Hún sagði í twitterfærslu eftir flugið að þetta hafi verið hræðilegasta atvik lífs síns og að hún hafi virkilega trúað því að vélin væri að hrapa og þau myndu öll deyja. Flugið ægilega hefst á þrettándu mínútu í myndbandinu.
The post Paris Hilton hélt að hún væri að deyja appeared first on FRÉTTATÍMINN.