„Á ég að fara að finna auka 20 mínútur til að stunda sjálfsfróun? Á ég að vera inni á baði? Er þetta kaffihléið mitt?“ Að þessu spyr kynfræðingurinn Sigríður Dögg Arnardóttir í tengslum við ráðleggingar um sjálfsfróun, en meðal ráðlegginga sem hún hefur heyrt er að konur eigi að gefa sér 20 mínútur á dag til að stunda sjálfsfróun. Sigga Dögg er hins vegar ekki alveg tilbúin til að sleppa latte bollanum fyrir sjálfsfróun, en hún hefur aðrar leiðir.
Sigga Dögg verður meðal gesta í Heilsutímanum í kvöld, þar sem hún mun tala tæpitungulaust um tengsl heilsu og kynlífs.
Heilsutíminn er frumsýndur á Hringbraut öll mánudagskvöld klukkan 20.
The post Á ég að nota kaffipásuna í sjálfsfróun? appeared first on Fréttatíminn.