Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Heillandi hefð að klæða sig upp á um jólin

$
0
0

Helgi segir hugmyndina um jólatísku vera heillandi. „Hefðin að maður eigi að vera í nýjum fötum, annars fari maður í jólaköttinn, finnst mér skemmtileg og einnig þessi kósý hlið, þá á ég við jólapeysurnar, jólalitina og hlýju kósý flíkurnar.“ Sjálfur kaupir Helgi sér samt ekki nýtt jóladress frá toppi til táar fyrir hver jól. „Ég finn mér kannski eina nýja skyrtu eða fínan jakka.“ Jólatískan hefur meira tilfinningalegt gildi hjá Helga. „Mér þykir ótrúlega vænt um að klæða mig upp á aðfangadag vegna hefðarinnar held ég.“

Innpakkaður í hlý föt yfir hátíðirnar

Aðspurður um ómissandi flík yfir jólin koma mjúkar flíkur upp í hugann hjá Helga. „Það er allavega meira og minna það sem ég klæðist yfir hátíðirnar. Góð prjónuð peysa, lopapeysa jafnvel, stór góð dúnúlpa, stór og feitur trefill og mjúkir sokkar.“ Helgi ólst upp á Seyðisfirði og eyðir jólunum yfirleitt þar í faðmi fjölskyldu og vina. „Ég reyni að vera mikið úti í vetrarparadísinni á Seyðisfirði, fara út með hundana eða bara rölta með vinunum, það finnst mér best. Ég þarf því að vera algjörlega pakkaður inn í góðar flíkur og hef aldeilis sankað að mér slíkum í gegnum tíðina.“

Þar sem kósýheitin einkenna klæðaval Helga segist hann sjaldan klæða sig mikið upp á, hann gerir þó sitt besta á aðfangadag. „Ég er sjaldan rosa fínn því miður, ég hef alltaf verið frekar feiminn við það. En mér finnst það mjög gaman þegar það passar. Jólin eru algjörlega tíminn til þess og hef ég alltaf klætt mig fínt á jólunum. Blazer, skyrta, bindi eða slaufa hafa orðið fyrir valinu síðustu ár, en í ár ætla ég aðeins að breyta til samt.“

24084 Helgi Ómars
Helgi Ómarsson, ljósmyndari, heillast af hefðinni sem fylgir jólatískunni.. „Mér þykir ótrúlega vænt um að klæða mig upp á á aðfangadag, hefðarinnar vegna.“ Mynd/Helgi Ómars.

Í of stóru vesti með gel í toppnum

Þegar Helgi lítur til baka rifjast upp fyrir honum ein jólin þar sem hann hafði sterkar hugmyndir um jólafötin. „Ég var svona 10 eða 11 ára og tennurnar á mér voru allar á vitlausum stað. Ég var með gleraugu, en ég nota ekki gleraugu í dag, ég sannfærði bara augnlækni um að ég þyrfti þau því mig langaði að prófa. Ég valdi mér svo stórt dökkgrátt vesti og var í hvítum bol innanundir. Litli horaði ég endaði því í risa vesti með gel í toppnum beint uppí loftið og með gleraugu sem ég þurfti ekki. Hjálpi mér,“ segir Helgi og hlær.

Hann hvetur fólk til að eyða ekki óþarfa orku um jólin í hluti sem skipta ekki máli. „Þetta er algjör klisja og væmið, en af biturri reynslu þá kemur þetta alveg frá hjartanu. Einbeitum okkur að því að njóta.“

„Litli horaði ég endaði því í risa vesti með gel í toppnum og með gleraugu sem ég þurfti ekki. Hjálpi mér.“

Hvað mun einkenna jólatískuna í ár?

„Hjá stelpunum er það algjörlega klassíkin. Rauður varalitur, naglalakk í stíl og fínn kjóll. Ætli straumar haustsins muni ekki hafa áhrif á jólaflíkina ár. Blúndur, munsturgleðin, útvíðu háu buxurnar eða jafnvel flippuðu náttfatasettin sem sáust mikið í götutískunni þetta árið. Sem betur fer er nóg um að velja og trendin, ef maður kýs að fylgja þeim, nógu mörg til að geta gert skemmtilega breytingu frá svarta örygginu.“

Premiere Of Lionsgate's "The Hunger Games: Mockingjay - Part 2" - Arrivals
Rauður varalitur er órjúfanlegur hluti af jólatískunni.
BEIJING, CHINA - NOVEMBER 01: (CHINA OUT) A model showcases designs on the runway at ALICIA LEE Li Kun Collection during the Mercedes-Benz China Fashion Week S/S 2016 Collection at 751D.PARK on November 1, 2015 in Beijing, China. (Photo by ChinaFotoPress/ChinaFotoPress via Getty Images)
Blúndur og útvítt verða áberandi trend í jólatískunni í ár.

„Klassíkin verði einnig í fyrirrúmi hjá strákunum. Rúllukragarnir eru hvað mest áberandi núna og hafa verið upp á síðkastið og eru ekkert á leiðinni út. Það gæti auðveldlega komið í staðinn fyrir skyrturnar góðu til dæmis. Einnig er litagleðin alltaf að verða meira og meira áberandi, ásamt víðari buxum, jafnvel mjög víðum. Annars eru vel aðsniðin jakkaföt algjör klassík, það væri tilvalið að bjóta það upp með litríkri, jafnvel munstraðari skyrtu eða fínum rúllukragabol.“

Rúllukragi í stað skyrtu gæti orðið vinsælt jólalúkk í ár.
Rúllukragi í stað skyrtu gæti orðið vinsælt jólalúkk í ár.

 

The post Heillandi hefð að klæða sig upp á um jólin appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652