GG stendur fyrir Gúmmíbátar og gallar og var fyrirtækið upphaflega viðgerðaverkstæði á gúmmíbátum og göllum. „Við hófum störf í 18 fermetra bílskúr árið 2004. Fljótlega bættist við innflutningur á vörum tengdum sjó- og fjallasporti,“ segir Leifur Dam Leifsson, sem stofnaði fyrirtækið ásamt æskufélaga sínum, Tómasi Jóni Sigmundssyni. „Fyrirtækið reis upp úr kreppu og má kannski þakka fyrir að við höfum alltaf unnið fyrir öllu sem við eigum og gátum því þróað fyrirtækið áfram þó hart væri í ári.“

Allt fyrir sjó- og fjallasportið
GG Sport er útivistarbúð með allt fyrir sjó- og fjallasportið. „Búðin er innréttuð af okkur sjálfum, mikið til úr endurnýtanlegu efni því við viljum leggja umhverfinu lið,“ segir Leifur. Þeir Tómas eru vel upplýstir um vörurnar sem fáanlegar eru í versluninni, enda miklir útivistarmenn. „Viðskiptavinurinn skiptir höfuðmáli og hvernig upplifun hann fær þegar hann verslar við okkur. Fólk kann að meta hversu upplýst við erum auk þess sem við beinum fólki í rétta átt ef svo ber undir.“
Jólagjöf útivistarfólksins
„Við erum með mikið úrval af vörum sem henta vel í jólapakkann á hagstæðu verði,“ segir Leifur. Ullarfatnaður, gönguskór og aukahlutir í útivistina verða vinsælar jólagjafir í ár að hans mati. „Icebreaker ullarfatnaðurinn er mjög vinsæll, enda hágæða 100% merino ull sem stingur ekki. Icebreaker vörurnar hafa því töluverða sérstöðu og við erum með heila fatalínu frá þeim alveg frá sokkum og vettlingum yfir í peysur og þykkar úlpur. Við seljum mjög mikið af ítölskum gönguskóm frá AKU. Þeir eru á mjög hagstæðu verði og eiga auðvelt með að keppa við dýrustu merkin. Keðjubroddar og bakpokar frá Osprey koma þarna fast á eftir og svo eigum við allt í sjósundið.“


Traust og ánægja
GG Sport kemur víða við þó svo að fyrirtækið sé þekktast sem útivistarbúð. „Við erum enn með verkstæði auk þess að skjóta rótum á öðrum vettvangi,“ segir Leifur. GG Sport hefur til að mynda þjónustað björgunarsveitirnar frá upphafi. „Þetta höfum við tekið með okkur áfram til almennings, leiðsögumanna og gönguhópa og byggt þannig upp traustan kúnnahóp sem stækkar á milli ára. Margir af okkar kúnnum koma reglulega í kaffi, bara til að spjalla og skoða,“ segir Leifur.
GG Sport er staðsett á Smiðjuvegi 8 (græn gata) í Kópavogi. „Langflestar vörurnar má finna á heimasíðu GG Sport og fyrir þá sem eru með Facebook erum við alltaf með nýjungar og spennandi tilboð þannig að það er um að gera að vera vinur okkar þar,“ segir Leifur.

Unnið í samstarfi við GG Sport
The post Gúmmíbátaviðgerð sem varð að útivistarverslun appeared first on Fréttatíminn.