Vinsældir gervijólatrjá eru að aukast, að því er fram kemur í könnun sem MMR gerði dagana 15. til 18. desember. Af þeim sem tóku afstöðu nú sögðust 54,9% ætla að vera með gervitré í ár sem er um 5 prósentustigum meira en var fyrir fimm árum. 31,9% ætla að vera með lifandi tré, borið saman við 32,4% í desember 2014 og 41,6% fyrir fimm árum. Þá voru 13,6% sem sögðust ekki ætla að vera með neitt jólatré á sínu heimili í ár, borið saman við 11,7% í desember 2014 og 8,8% í desember 2010.
Einnig var spurt hvaða stjórnmálaflokk fólk styddi og val jólatrjáa flokkað eftir því. Í ljós kom að stuðningsmenn Bjartrar framtíðar voru ólíklegastir til að vera með jólatré og að stuðningsmenn Vinstri grænna voru líklegastir til að vera með lifandi jólatré.
Valdir voru 1010 einstaklingar á aldrinum 18 ára og eldri til að svara könnuninni.
The post Stuðningsmenn Bjartrar framtíðar líklegastir til að sleppa jólatrénu appeared first on Fréttatíminn.