Bókin Stríðsárin eftir Pál Baldvin Baldvinsson hefur heldur betur hlotið góðar viðtökur hjá bókakaupendum, sem bókstaflega hafið rifið hana út, enda hafa gagnrýnendur nánast slegist um að hlaða á hana sem flestum stjörnum. Bókin er nú uppseld hjá útgefanda sem hefur gripið til þess óvenjulega ráðs að gefa út gjafabréf fyrir bókinni sem selt er í flestum verslunum sem selja bækur. Önnur prentun kemur svo um miðjan janúar og þá fæst eintak í skiptum fyrir gjafabréfið. Ekki hefur verið gefið upp hvað gjafabréfið er gefið út í mörgum eintökum.
The post Slegist um Stríðsárin appeared first on Fréttatíminn.