Litagleðin er ekkert að renna af landsmönnum og fullorðinslitabækurnar sem slógu í gegn í sumar seljast sem aldrei fyrr. Þriðja prentun af fullorðinslitabókinni Leynigarðinum er uppseld af lager og Týnda hafið, nýja bókin eftir Johönnu Basford höfund Leynigarðsins, hefur gengið mjög vel. Íslenska litabókin íslensk litadýrð, eftir Elsu Nielsen, sat lengi á metsölulistum og Heimur dýranna, eftir Marielle Enders, fékk góðar viðtökur. Auk þessara íslensku útgáfa er fjölbreytt úrval erlendra litabóka fyrir fullorðna á hillum bókaverslana og spurning hvort nokkuð verði spilað í fjölskyldujólaboðum í ár. Ætli það sitji bara ekki allir við að lita? – fb
The post Lita sem aldrei fyrr appeared first on Fréttatíminn.