Quantcast
Channel: Fréttatíminn
Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652

Milljarður í leikmynd en stjörnurnar sitja heima

$
0
0

Engin af stjörnunum í kvikmyndinni Fast 8 er væntanleg hingað til lands þegar tökur fara fram á næstunni. Aðdáendur Vins Diesel og félaga verða því að bíða til næsta árs eftir frumsýningunni til að sjá þá klippta inn í atriðin sem tekin verða hér.

Tökurnar hér á landi verða engu að síður afar umfangsmiklar og sumir halda því fram að þær verði þær stærstu sem hér hafa farið fram. Samkvæmt heimildum Fréttatímans er kostnaður við leikmyndina eina og sér um eða yfir einn milljarður króna. Starfsfólk Universal kom til landsins í vikubyrjun og því er undirbúningurinn farinn á fullt. Reiknað er með að tökurnar hefjist í febrúar og teygi sig fram í apríl.

Við tökurnar verður meðal annars notast við 3-4 togara og mun ætlunin vera að sprengja einn þeirra í loft upp. Þá er verið að breyta bílum í svokallaða „rússneska“ bíla með byssum á. Áður hefur komið fram að 80 bílar verða fluttir hingað til lands fyrir tökurnar. Ekki er þó svo að um 80 mismunandi bíla sé að ræða heldur eru mörg eintök af hverjum og einum – enda þarf að vera hægt að taka upp úr framsætinu, aftursætinu, bílstjórasætinu og svo fram eftir götunum.

Vin Diesel og félagar koma ekki til landsins þegar atriði í Fast 8 verða tekin hér en verða örugglega ekki langt undan þegar myndin hefur verið kláruð í Hollywood. Samsett mynd/Hari
Vin Diesel og félagar koma ekki til landsins þegar atriði í Fast 8 verða tekin hér en verða örugglega ekki langt undan þegar myndin hefur verið kláruð í Hollywood. Samsett mynd/Hari

Tökurnar fara fram á Mývatni og í nágrenni, í Reykjavík og á Akranesi. Fyrir norðan er nú leitað að heppilegum tökustöðum til að kvikmynda bíla á frosnu vatni. „Ég veit ekki hvar þessar tökur verða nákvæmlega en þær verða einhvers staðar hér í sveitinni. Þetta er auðvitað mjög jákvætt fyrir þá sem eru að selja gistingu og þjónustu,“ segir Jón Óskar Pétursson, sveitarstjóri í Skútustaðahreppi.

Mikil umsvif og hagsmunir tengjast kvikmyndaverkefni sem þessu. Truenorth sér um framkvæmdina hér á landi og hefur opnað sérstaka skrifstofu fyrir Fast 8 og fleiri kvikmyndaverkefni sem búist er við á næstu mánuðum. Flutningafyrirtækið TVG-Zimsen hefur sömuleiðis hag af komu Fast 8 því það kostar sitt að flytja 80 bíla hingað. Svo heppilega vill til að TVG-Zimsen á hlut í Truenorth. Enginn sem rætt var við hjá fyrirtækjunum tveimur vildi tjá sig um Fast 8.

The post Milljarður í leikmynd en stjörnurnar sitja heima appeared first on Fréttatíminn.


Viewing all articles
Browse latest Browse all 7652